Flug fellur niður vegna aðgerða flugstjóra 24. júní 2011 14:14 Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Icelandair Mynd/GVA Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að náist ekki samningar muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður samtals sex flug til viðbótar á mánudaginn og yrði það gert með 24 klukkustunda fyrirvara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningunni segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara er tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 1500 ferðamenn bókaðir á þau 12 flug sem um er að ræða og er upplýsingum komið til þeirra um stöðuna meðal annars með textaskilaboðum og tölvupósti. „Þó svo við vonumst til þess að samningar náist í yfirstandandi viðræðum og ekki komi til frekari trufalana á flugi Icelandair, þá teljum við rétt að gefa strax upp hvaða flug það eru sem við vitum að muni þurfa að fella niður, ef deilan leysist ekki. Við sjáum ekki fyrir að frekari truflun verði á flugi Icelandair næstu sex dagana vegna verkfallsins, eða út júnímánuð, en við hvetjum viðskiptavini til þess að fylgjast vel með," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í tilkynningu frá félaginu. „Tímasetning og eðli þessara verkfallsaðgerða byggir á því að nú er háannatími í flugi og ferðaþjónustu og greinin mjög viðkvæm fyrir allri umræðu um röskun fyrir ferðamenn vegna verkfallsaðgerða. Það eru Icelandair mikil vonbrigði að til þeirra sé gripið, þrátt fyrir að Icelandair hafi boðið FÍA sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal aðrir starfshópar Icelandair," segir í tilkynningunni. „Icelandair mun eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem hugsanleg niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flugfélaga eins og hægt er, einnig að færa farþega á önnur flug Icelandair til og frá þessum áfangastöðum ef það er unnt, eða breyta farmiðum með öðrum hætti. Þeir sem þurfa að hætta við ferð sína munu fá endurgreitt," segir ennfremur í tilkynningunni.Þau flug sem felld hafa verið niður eru eftirfarandi:Sunnudagur 26. júní kl. 01:00: FI556 til Brussel frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI557 til Keflavíkur frá BrusselSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI 306 til Stokkhólms frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:10: FI 307 til Keflavíkur frá StokkhólmiSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI318 til Osló frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:45: FI319 til Keflavíkur frá OslóÞau flug sem fella þarf niður með 24 klukkustunda fyrirvara ef samningar nást ekki eru eftirfarandi:Mánudagur 27. júní kl. 01:05: FI540 til Parísar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 08:00: FI 541 til Keflavíkur frá ParísMánudagur 27. júní kl. 00:30: FI384 til Gautaborgar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 06:35: FI385 til Keflavíkur frá GautaborgMánudagur 27. júní kl. 01:00: FI 202 til Kaupmannahafnar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 07:50: FI 201 til Keflavíkur frá Kaupmannahöfn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Icelandair hefur fellt niður sex flug félagsins á sunnudaginn vegna verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sem hófust klukkan tvö í dag. Jafnframt hefur Icelandair tilkynnt að náist ekki samningar muni fyrirsjáanlega þurfa að fella niður samtals sex flug til viðbótar á mánudaginn og yrði það gert með 24 klukkustunda fyrirvara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í tilkynningunni segir að ákvörðun um að fella niður flugin með þessum fyrirvara er tekin til þess að eyða óvissu og gefa farþegum tækifæri á því að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Í heild eru um 1500 ferðamenn bókaðir á þau 12 flug sem um er að ræða og er upplýsingum komið til þeirra um stöðuna meðal annars með textaskilaboðum og tölvupósti. „Þó svo við vonumst til þess að samningar náist í yfirstandandi viðræðum og ekki komi til frekari trufalana á flugi Icelandair, þá teljum við rétt að gefa strax upp hvaða flug það eru sem við vitum að muni þurfa að fella niður, ef deilan leysist ekki. Við sjáum ekki fyrir að frekari truflun verði á flugi Icelandair næstu sex dagana vegna verkfallsins, eða út júnímánuð, en við hvetjum viðskiptavini til þess að fylgjast vel með," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í tilkynningu frá félaginu. „Tímasetning og eðli þessara verkfallsaðgerða byggir á því að nú er háannatími í flugi og ferðaþjónustu og greinin mjög viðkvæm fyrir allri umræðu um röskun fyrir ferðamenn vegna verkfallsaðgerða. Það eru Icelandair mikil vonbrigði að til þeirra sé gripið, þrátt fyrir að Icelandair hafi boðið FÍA sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal aðrir starfshópar Icelandair," segir í tilkynningunni. „Icelandair mun eftir fremsta megni reyna að leysa úr þeim vanda sem hugsanleg niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum m.a. með því að flytja þá yfir á flug annarra flugfélaga eins og hægt er, einnig að færa farþega á önnur flug Icelandair til og frá þessum áfangastöðum ef það er unnt, eða breyta farmiðum með öðrum hætti. Þeir sem þurfa að hætta við ferð sína munu fá endurgreitt," segir ennfremur í tilkynningunni.Þau flug sem felld hafa verið niður eru eftirfarandi:Sunnudagur 26. júní kl. 01:00: FI556 til Brussel frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI557 til Keflavíkur frá BrusselSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI 306 til Stokkhólms frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:10: FI 307 til Keflavíkur frá StokkhólmiSunnudagur 26. júní kl. 07:50: FI318 til Osló frá KeflavíkSunnudagur 26. júní kl. 14:45: FI319 til Keflavíkur frá OslóÞau flug sem fella þarf niður með 24 klukkustunda fyrirvara ef samningar nást ekki eru eftirfarandi:Mánudagur 27. júní kl. 01:05: FI540 til Parísar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 08:00: FI 541 til Keflavíkur frá ParísMánudagur 27. júní kl. 00:30: FI384 til Gautaborgar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 06:35: FI385 til Keflavíkur frá GautaborgMánudagur 27. júní kl. 01:00: FI 202 til Kaupmannahafnar frá KeflavíkMánudagur 27. júní kl. 07:50: FI 201 til Keflavíkur frá Kaupmannahöfn
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira