Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna Erla Hlynsdóttir skrifar 29. júní 2011 13:04 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP-banka „Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér," segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Þrír dómarar kváðu upp dóminn. Einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella hina tvo sem ákærðir voru en allir dómarar vildu sýkna Styrmi. „Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus gagnvart mér og staðfestir þá trú sem ég hef alltaf haft," segir hann. Að sögn Styrmis er vissulega léttir að þessum kafla sé lokið þó hann hafi verið nokkuð öruggur um sýknu. „Ég hef aldrei skilið almennilega ákæruna á hendur mér. Þetta nýst um meint umboðssvik í annarri fjármálastofnun en ég starfaði hjá. Þar voru starfsmenn og stjórnendur sem komu að þessum ákvörðunum. Ég var ekki í neinni aðstöðu til að koma að lánveitingum í annarri fjármálastofnun og finnst einkennilegt að fá á mig ákæru fyrir að standa mig of vel fyrir þá fjármálastofnun sem ég starfaði hjá," segir Styrmir. Ríkissaksóknari tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta er núna út úr höndunum á mér. Nú bara bíður maður og sér hvað gerist," segir Styrmir. Aðrir sem sýknaðir voru í morgun eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
„Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér," segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Þrír dómarar kváðu upp dóminn. Einn þeirra skilaði sératkvæði og vildi sakfella hina tvo sem ákærðir voru en allir dómarar vildu sýkna Styrmi. „Dómurinn er nokkuð afdráttarlaus gagnvart mér og staðfestir þá trú sem ég hef alltaf haft," segir hann. Að sögn Styrmis er vissulega léttir að þessum kafla sé lokið þó hann hafi verið nokkuð öruggur um sýknu. „Ég hef aldrei skilið almennilega ákæruna á hendur mér. Þetta nýst um meint umboðssvik í annarri fjármálastofnun en ég starfaði hjá. Þar voru starfsmenn og stjórnendur sem komu að þessum ákvörðunum. Ég var ekki í neinni aðstöðu til að koma að lánveitingum í annarri fjármálastofnun og finnst einkennilegt að fá á mig ákæru fyrir að standa mig of vel fyrir þá fjármálastofnun sem ég starfaði hjá," segir Styrmir. Ríkissaksóknari tekur í framhaldinu ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta er núna út úr höndunum á mér. Nú bara bíður maður og sér hvað gerist," segir Styrmir. Aðrir sem sýknaðir voru í morgun eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs og Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19
Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25
Dómur í Exeter málinu í dag Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins. 29. júní 2011 09:40