Enski boltinn

Keppnisbann Kolo Toure - ekki við lækninn að sakast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolo Toure fylgist með á hliðarlínunni
Kolo Toure fylgist með á hliðarlínunni Mynd/Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur hreinsað Jamie Butler, lækni hjá Manchester City, af ásökunum Kolo Toure. Toure, sem dæmdur var í keppnisbann vegna lyfjanotkunar í mars síðastliðnum sagðist hafa borið töflurnar undir Butler og fengið grænt ljós.

Um var að ræða megrunartöflur sem Toure sagðist hafa fengið hjá eiginkonu sinni. Í skýrslu enska knattspyrnusambandsins kemur fram að Butler hafi aldrei sagt Toure að neysla taflanna væri í lagi.

Í skýrslunni er fullyrt að Toure hafi í lengri tíma átt í vandræðum með líkamsþyngd sína.

„Toure hefur haft miklar áhyggjur af þyngd sinni, sérstaklega útlitinu á maga sínum," segir í skýrslunni.

Keppnisbanni Toure lýkur 2. september og getur hann þá spilað á nýjan leik með ensku bikarmeisturunum. Hann verður þó undir ströngu lyfjaeftirliti í tvö ár en eftirlitið hófst í lok maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×