Gætu þurft að fresta útboði olíuleitar á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2011 18:24 Íslensk stjórnvöld skoða nú hvort fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu í sumar þar sem þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins, dagaði uppi á Alþingi. Íslensk stjórnvöld tilkynntu fyrir fimmtán mánuðum að annað útboð til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu skyldi hefjast þann 1. ágúst 2011, eftir aðeins sex vikur. Orkustofnun hefur að undanförnu kynnt útboðið erlendis miðað við þær forsendur að skattalöggjöf yrði breytt í samræmi við lagafrumvörp sem verið hafa í meðförum Alþingis en íslenska skattkerfið er talið hafa fælt félög frá þátttöku í fyrsta útboðinu fyrir tveimur árum. Fyrir lá að frumvörpin nytu stuðnings allra flokka og voru viðkomandi þingnefndir búnar að afgreiða þau frá sér án ágreinings og því virtist einfalt mál að koma þeim í gegnum lokaafgreiðslu þingsins. Drekafrumvörpin fóru hins vegar ekki inn á forgangslista stjórnarflokkanna síðustu sólarhringa þinghaldsins og hafa þau nú dagað uppi. Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þuríður Backmann, héldu utan um forgangslistann og segir Þuríður að ekki hafi náðst að koma þessum málum á dagskrá. Þau verði að bíða fram í september. Þórunn segir allt þinghaldið síðustu dagana hafa snúist um kvótann og þetta sé fórnarkostnaðurinn sem hljótist af þeim gömlu vondu vinnubrögðum sem enn tíðkist á Alþingi. Svo virðist sem forystumenn hér á Alþingi hafi í óðagotinu síðustu dagana fyrir helgi ekki áttað sig á því að með því að lögfesta ekki frumvörpin myndu þeir setja Drekaútboðið í uppnám. Svo neyðarlegt er þetta glappaskot þingsins að innan Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytis er verið að skoða hvort menn þurfi hreinlega til að fresta útboðinu, þar sem gildandi lög stangast á við þá útboðsskilmála sem búið er að kynna. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Íslensk stjórnvöld skoða nú hvort fresta þurfi útboði olíuleitar á Drekasvæðinu í sumar þar sem þrjú frumvörp, sem voru forsenda útboðsins, dagaði uppi á Alþingi. Íslensk stjórnvöld tilkynntu fyrir fimmtán mánuðum að annað útboð til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu skyldi hefjast þann 1. ágúst 2011, eftir aðeins sex vikur. Orkustofnun hefur að undanförnu kynnt útboðið erlendis miðað við þær forsendur að skattalöggjöf yrði breytt í samræmi við lagafrumvörp sem verið hafa í meðförum Alþingis en íslenska skattkerfið er talið hafa fælt félög frá þátttöku í fyrsta útboðinu fyrir tveimur árum. Fyrir lá að frumvörpin nytu stuðnings allra flokka og voru viðkomandi þingnefndir búnar að afgreiða þau frá sér án ágreinings og því virtist einfalt mál að koma þeim í gegnum lokaafgreiðslu þingsins. Drekafrumvörpin fóru hins vegar ekki inn á forgangslista stjórnarflokkanna síðustu sólarhringa þinghaldsins og hafa þau nú dagað uppi. Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þuríður Backmann, héldu utan um forgangslistann og segir Þuríður að ekki hafi náðst að koma þessum málum á dagskrá. Þau verði að bíða fram í september. Þórunn segir allt þinghaldið síðustu dagana hafa snúist um kvótann og þetta sé fórnarkostnaðurinn sem hljótist af þeim gömlu vondu vinnubrögðum sem enn tíðkist á Alþingi. Svo virðist sem forystumenn hér á Alþingi hafi í óðagotinu síðustu dagana fyrir helgi ekki áttað sig á því að með því að lögfesta ekki frumvörpin myndu þeir setja Drekaútboðið í uppnám. Svo neyðarlegt er þetta glappaskot þingsins að innan Orkustofnunar og iðnaðarráðuneytis er verið að skoða hvort menn þurfi hreinlega til að fresta útboðinu, þar sem gildandi lög stangast á við þá útboðsskilmála sem búið er að kynna.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira