Enski boltinn

Nýr varabúningur Liverpool blár og hvítur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur kynnt nýjan þriðja búning félagsins fyrir komandi tímabil. Búningurinn er hvítur og ljósblár en fyrsti búningur félagsins fyrir tæpum 120 árum var einmitt blár og hvítur.

Á myndinni hér til hliðar sést búningurinn í allri sinni dýrð. Adidas sækir skástrikið hægra megin á búningnum til búninga Liverpool á 9. áratug síðustu aldar.

Stuðningsmenn Liverpool verða þó að hafa hemil á sér því búningurinn kemur ekki í búðir fyrr en 14. júlí.

Það er því ljóst að Everton verður ekki eina Liverpool liðið í bláum og hvítum búningi á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×