Innlent

Flugvirkjar ánægðir með samninginn

Boði Logason skrifar
Flugvél Icelandair
Flugvél Icelandair
„Ég er nokkuð sáttur með þennan samning,“ segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, en flugvirkjar skrifuðu í dag undir kjarasamning við Icelandair.

Samningurinn er til þriggja ára og segir Óskar að hann sé í gruninn eins og flestir hafa samið um innan ASÍ.

Þetta þýðir að boðuð vinnustöðvun á mánudag er aflýst og geta því ferðalangar sem áttu bókað flug í næstu viku andað rólegra. „Síðan verður þetta lagt fyrir félagsmenn í næstu viku og kosið um samninginn,“ segir Óskar en um 160 félagsmenn taka þátt í kosningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×