Innlent

Aðildarsinnum fjölgar

Fánar Evrópusambandsins blökta fyrir utan Berlaymontbygginguna í Brussel, þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðsetur.
Fánar Evrópusambandsins blökta fyrir utan Berlaymontbygginguna í Brussel, þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur aðsetur. Mynd/AP
Þeim fjölgar sem vilja inngöngu Íslands í Evrópusambandið ef marka má könnun sem gerð var af Capacent Gallup fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í evrópumálum.



Í sambærilegri könnun sem gerð var á vegum Samtaka Iðnaðarins í febrúar á þessu ári voru 38,9% hlynntir aðild í Evrópusambandið, en í könnuninni sem nú var gerð fyrir Heimssýn sögðust 42,7% aðspurðra vera mjög eða frekar hlynntir aðild. Þetta gerir því 3,8% fjölgun aðildarsinna frá því í febrúar.

589 einstaklingar tóku þátt í könnuninni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×