Innlent

Margir sækja um á Bifröst

Háskólinn á Bifröst
Háskólinn á Bifröst
Mikil aukning varð í umsóknafjölda hjá Háskólanum á Bifröst frá síðasta ári en umsóknafrestur í nám við háskólann rann út í gær. Rúmlega 40% aukning var á umsóknum um grunnnám í staðnámi og rúmlega 30% aukning frá síðasta ári á umsóknum um frumgreinanám við skólann, en frumgreinanám er eins árs undirbúningsnám að háskólanámi.



Í fréttatilkynningu frá háskólanum segir Bryndís Hlöðversdóttir, rektor, næsta skólaár líta vel út. Það líti út fyrir verulega aukinn fjölda staðnema í háskólaþorpinu á Bifröst en háskólinn er að vinna að því að setja sér sjálfbærnimarkmið, sem felast m.a. í aukinni áherslu á umhverfismál í háskólaþorpinu, góða stjórnarhætti og aukna samfélagsábyrgð sem gegnumgangandi áherslur í námsframboði skólans. Háskólar um allan heim séu í vaxandi mæli að setja sér slík markmið og axli þannig ábyrgð sína á því að mennta helstu stjórnendur framtíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×