Aðeins 4% af áformaðri vegagerð ársins komin í útboð 16. júní 2011 18:33 Vegagerðin hefur frá áramótum aðeins boðið út fjögur smáverk fyrir liðlega tvöhundruð milljónir króna, sem eru aðeins um fjögur prósent af áformuðum framkvæmdum ársins. Upplýsingarnar koma fram í svari Ögmundar Jónassonar, ráðherra vegamála, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, sem kallar þetta sleifarlag. Verkefni á sviði nýframkvæmda, sem boðin hafa verið út í ár, eru aðeins fjögur; undirgöng við Grænás í Reykjanesbæ, vegur vegna brúar yfir Haffjarðará í Hnappadal, uppbygging Vestfjarðavegar um Skálanes og sveitavegar á Skeiðum á Suðurlandi; verkefni fyrir samtals 234 milljónir króna."Mér finnst þetta lýsa bæði framtaksleysi og ákveðnu sleifarlagi að það skuli ekki vera búið að bjóða meira út eða gera samninga um en sem svarar 200-300 milljónum króna," segir Einar og bendir á að árið sé að verða hálfnað og komið inn í háframkvæmdatímann. Tölurnar í ár eru sláandi þegar borið er saman við útboð síðustu tíu ára, liðlega 200 milljónir fyrir árið 2011 sjást varla í samanburði við tölur sem verið hafa á bilinu tíu til fimmtán milljarðar króna á ári og farið upp í nærri þrjátíu milljarða. Það er raunar áformað að bjóða út í ár fyrir sex milljarða króna en fyrirspyrjandinn telur mál ganga furðu hægt. Einar bendir á að einnig sé óvissa varðandi Vaðlaheiðargöng en það breyti því ekki að menn séu að fara óskaplega hægt af stað á þessu ári. -Ertu að segja að það sé duglaus ráðherra sem nú stýri vegamálunum? "Ég er bara að segja það að þetta finnst mér lýsa sleifarlagi og hin pólitíska ábyrgð hlýtur auðvitað að vera hjá ríkisstjórninni og ráðherranum sem fer með málaflokkinn. Það er auðvitað ekki hægt að vísa þessu á neina embættismenn,," svarar Einar. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Vegagerðin hefur frá áramótum aðeins boðið út fjögur smáverk fyrir liðlega tvöhundruð milljónir króna, sem eru aðeins um fjögur prósent af áformuðum framkvæmdum ársins. Upplýsingarnar koma fram í svari Ögmundar Jónassonar, ráðherra vegamála, við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, sem kallar þetta sleifarlag. Verkefni á sviði nýframkvæmda, sem boðin hafa verið út í ár, eru aðeins fjögur; undirgöng við Grænás í Reykjanesbæ, vegur vegna brúar yfir Haffjarðará í Hnappadal, uppbygging Vestfjarðavegar um Skálanes og sveitavegar á Skeiðum á Suðurlandi; verkefni fyrir samtals 234 milljónir króna."Mér finnst þetta lýsa bæði framtaksleysi og ákveðnu sleifarlagi að það skuli ekki vera búið að bjóða meira út eða gera samninga um en sem svarar 200-300 milljónum króna," segir Einar og bendir á að árið sé að verða hálfnað og komið inn í háframkvæmdatímann. Tölurnar í ár eru sláandi þegar borið er saman við útboð síðustu tíu ára, liðlega 200 milljónir fyrir árið 2011 sjást varla í samanburði við tölur sem verið hafa á bilinu tíu til fimmtán milljarðar króna á ári og farið upp í nærri þrjátíu milljarða. Það er raunar áformað að bjóða út í ár fyrir sex milljarða króna en fyrirspyrjandinn telur mál ganga furðu hægt. Einar bendir á að einnig sé óvissa varðandi Vaðlaheiðargöng en það breyti því ekki að menn séu að fara óskaplega hægt af stað á þessu ári. -Ertu að segja að það sé duglaus ráðherra sem nú stýri vegamálunum? "Ég er bara að segja það að þetta finnst mér lýsa sleifarlagi og hin pólitíska ábyrgð hlýtur auðvitað að vera hjá ríkisstjórninni og ráðherranum sem fer með málaflokkinn. Það er auðvitað ekki hægt að vísa þessu á neina embættismenn,," svarar Einar.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira