Innlent

Kynslóðaskipti í miðbænum

Vinir Sjonna kættu lýðinn
Vinir Sjonna kættu lýðinn Mynd Sigurjón
Vinir Sjonna tóku lokalagið á barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli sem lauk klukkan hálf fimm. Mikil stemning var í bænum og börnin létu það heldur minna á sig fá en foreldrarnir þó veðrið væri ekki upp á sitt besta.

Brot úr leiksýningunum Eldfærunum og Ballinu á Bessastöðum voru meðal þess sem sýnt var á sviðinu við Arnarhól í dag, auk þess sem Yesmine Olsson var með Bollywood-danssýningu.

Hátíðahöld fóru í heildina vel fram í dag. Aðeins einn maður var handtekinn vegna ölvunarláta, en engin hætta stafaði af honum.

Nú má búast við eins konar kynslóðaskiptum í miðbænum, eldra fólk og börn, hverfa og ungmenni sækja þangað í meira mæli til að fylgjast með kvölddagskránni. Í miðbænum eru tónleikar bæði við Arnarhól og á Ingólfstorgi en formlegri dagskrá lýkur klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×