Handteiknað kort af Reykjavík - tvö ár í vinnslu Erla Hlynsdóttir skrifar 17. júní 2011 19:44 „Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. Kortið hefur verið prentað í 50 þúsund eintökum og dreift frítt á helstu ferðamannastaði. Auk þess er vefútgáfa af kortinu aðgengileg á slóðinni reykjavikcentermap.com þar sem hægt er að þysja að þeim stöðum á kortinu sem fólk vill skoða betur, og sjást þá ótrúlegustu smáatriði. „Þú getur nánast séð fólkið í gluggunum," segir Snorri Þór. Að gerð kortsins komu átta starfsmenn Borgarmyndar, arkitektar, grafískir hönnuðir og forritari, sem öll kynntust þegar þau voru saman í námi í Listaháskóla Íslands. Snorri Þór segir að undirbúningur og teiknivinnan sjálf hafi tekið um tvö þúsund klukkustundir, þá hafi tekið við að mála allt kortið með vatnslitum og setja kortið saman í skiljanlega heild. „Við höfðum ekki gróðasjónarmið í huga þegar við ákváðum að gera þetta kort heldur langaði okkur að búa til fallegasta kort sem við hefðum séð," segir Snorri Þór.Hugmyndina að kortinu fékk Snorri Þór fyrir tíu árum og gekk hann með hana í maganum allar götur síðan. Í millitíðinni fór hann í nám í arkitektúr og kynntist þar núverandi samstarfsfélögum sínum. Útgáfa kortsins er að mestu fjármögnuð með auglýsingatekjum, en auk þess fékk hópurinn styrk frá bæði Nýsköpunarsjóði námsmanna og Reykjavíkurborg og gerðu þeir styrkir gæfumuninn. Á síðasta ári gaf Borgarmynd út teiknað kort af um fjórðungi þess svæðis sem nú er á kortinu. „Það var svona til að athuga með viðbrögðin. Við fengum svo mikið hrós að það var ekki aftur snúið. Þá fengum við auka styrk frá Reykjavíkurborg til að halda áfram," segir hann. Borgarmynd sérhæfir sig í kortagerð og upplýsingagrafík. Næsta stóra verkefni er að sjá um allt kynningarefni fyrir Menningarnótt í Reykjavík.Með því að smella á myndskeiðið hér að ofan má sjá umfjöllun Hafsteins Haukssonar, fréttamanns Stöðvar 2, um kortið. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
„Þetta er búið að taka tvö ár og þrjú þúsund klukkustundir," segir Snorri Þór Tryggvason, verkefnastjóri og einn eigenda Borgarmyndar sem var að gefa út nýtt kort af miðbæ Reykjavíkur. Kortið er sérlega eftirtektarvert þar sem þar er hvert götuhorn og hver gluggi handteiknaður. Kortið hefur verið prentað í 50 þúsund eintökum og dreift frítt á helstu ferðamannastaði. Auk þess er vefútgáfa af kortinu aðgengileg á slóðinni reykjavikcentermap.com þar sem hægt er að þysja að þeim stöðum á kortinu sem fólk vill skoða betur, og sjást þá ótrúlegustu smáatriði. „Þú getur nánast séð fólkið í gluggunum," segir Snorri Þór. Að gerð kortsins komu átta starfsmenn Borgarmyndar, arkitektar, grafískir hönnuðir og forritari, sem öll kynntust þegar þau voru saman í námi í Listaháskóla Íslands. Snorri Þór segir að undirbúningur og teiknivinnan sjálf hafi tekið um tvö þúsund klukkustundir, þá hafi tekið við að mála allt kortið með vatnslitum og setja kortið saman í skiljanlega heild. „Við höfðum ekki gróðasjónarmið í huga þegar við ákváðum að gera þetta kort heldur langaði okkur að búa til fallegasta kort sem við hefðum séð," segir Snorri Þór.Hugmyndina að kortinu fékk Snorri Þór fyrir tíu árum og gekk hann með hana í maganum allar götur síðan. Í millitíðinni fór hann í nám í arkitektúr og kynntist þar núverandi samstarfsfélögum sínum. Útgáfa kortsins er að mestu fjármögnuð með auglýsingatekjum, en auk þess fékk hópurinn styrk frá bæði Nýsköpunarsjóði námsmanna og Reykjavíkurborg og gerðu þeir styrkir gæfumuninn. Á síðasta ári gaf Borgarmynd út teiknað kort af um fjórðungi þess svæðis sem nú er á kortinu. „Það var svona til að athuga með viðbrögðin. Við fengum svo mikið hrós að það var ekki aftur snúið. Þá fengum við auka styrk frá Reykjavíkurborg til að halda áfram," segir hann. Borgarmynd sérhæfir sig í kortagerð og upplýsingagrafík. Næsta stóra verkefni er að sjá um allt kynningarefni fyrir Menningarnótt í Reykjavík.Með því að smella á myndskeiðið hér að ofan má sjá umfjöllun Hafsteins Haukssonar, fréttamanns Stöðvar 2, um kortið.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira