Innlent

Átta ára gömul við stofnun lýðveldisins og man vel eftir því

Sautjándi júní var haldinn hátíðlegur á elliheimilum landsins þar sem boðið var upp á kökur og spilað og sungið fyrir íbúa.

Símon Birgisson heimsótti Hrafnistu í Hafnarfirði og talaði við konu sem var átta ára gömul við lýðveldisstofnun, Kristín H. Tryggvadóttir, fyrrum skólastjóra og Svarfdælingur í húð og hár.

„Ég man eftir 1944, 17. júní. Það voru svo mikil hátíðarhöld heima í Svarfaðardal, við sundlaugina. Það voru leikfimisýningar, sund. Ísland var látið fljóta á lauginni. Mér fannst þetta alveg hreint stórkostlegt að upplifa þetta," segir hún.

17. júní hefur einnig sérstaka merkingu í huga Kristínar, en hún útskrifaðist sem stúdent úr menntaskólanum á Akureyri á þessum degi nokkru síðar.

„Svo þetta fer í hjartað á mér þegar rennur upp þessi dagur," segir Kristín.

Spurð út í þá tíma sem við lifum núna, hrunið og kreppuna, segir Kristín að græðgin hafi orðið mönnum að falli.

„Og kannski ágætt á tímamótum sem þessum að hugsa um framtíðina? Já, ég er sammála því Þó ég eigi ekki langt eftir þá hugsar maður um börnin sín og barnabörnin og vill þeim allt vel. En ég trúi ekki öðru en við eigum góða framtíð. Ísland er svo gott land, ef fólkið reynir að standa sig, segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×