Ögmundur boðar til fundar vegna kjarasamninga 19. júní 2011 15:16 Mynd/Anton Brink Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur boðað forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins til fundar seinnipartinn í dag til að ræða um samgöngu- og kjaramál. Fundurinn fer fram í innanríkisráðuneytinu. Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins hafa sagt að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í tenglum við gerð kjarasamninga. Um forsendubrest sé því að ræða. „Við höfum áhyggjur annars vegar af stórum fjárfestingunum í atvinnulífinu og hins vegar samgöngumálunum sem virðist ekki hafa verið mikill áhugi á að koma fram. Varðandi sjávarútvegsmálin þá er sú atburðarás vel þekkt og hún var ekki í neinu samræmi við það sem um var talað,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Eftir langa samningarimmu náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði í maí og þeir voru síðan samþykktir af félögum með miklum meirihluta atkvæða. Samningarnir ná til tugþúsunda manna á vinnumarkaði og eru til þriggja ára. Nú gæti hins vegar babb verið komið í bátinn því óðum styttist sá frestur sem stjórnvöld hafa til að standa við sinn hluta samninganna. Forsenda þess að samningarnir gildi til þriggja ára er að stjórnvöld fari í ákveðnar aðgerðir og samþykki lagabreytingar fyrir 22. júní. Ef ekki geta ASÍ og SA ógilt samningana sem þýðir að þeir myndu renna úr gildi fyrsta febrúar á næsta ári og þá þyrfti að semja enn á ný. Meðal þess sem ríkisstjórnin lofar að gera í yfirlýsingu tengdum samningunum er að auka hagvöxt í 4-5%, efla fjárfestingar, að ríkið ráðist í fjölda verklegra framkvæmda meðal annars í samgöngumálum og ýmislegt fleira. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur boðað forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins til fundar seinnipartinn í dag til að ræða um samgöngu- og kjaramál. Fundurinn fer fram í innanríkisráðuneytinu. Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins hafa sagt að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í tenglum við gerð kjarasamninga. Um forsendubrest sé því að ræða. „Við höfum áhyggjur annars vegar af stórum fjárfestingunum í atvinnulífinu og hins vegar samgöngumálunum sem virðist ekki hafa verið mikill áhugi á að koma fram. Varðandi sjávarútvegsmálin þá er sú atburðarás vel þekkt og hún var ekki í neinu samræmi við það sem um var talað,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Eftir langa samningarimmu náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði í maí og þeir voru síðan samþykktir af félögum með miklum meirihluta atkvæða. Samningarnir ná til tugþúsunda manna á vinnumarkaði og eru til þriggja ára. Nú gæti hins vegar babb verið komið í bátinn því óðum styttist sá frestur sem stjórnvöld hafa til að standa við sinn hluta samninganna. Forsenda þess að samningarnir gildi til þriggja ára er að stjórnvöld fari í ákveðnar aðgerðir og samþykki lagabreytingar fyrir 22. júní. Ef ekki geta ASÍ og SA ógilt samningana sem þýðir að þeir myndu renna úr gildi fyrsta febrúar á næsta ári og þá þyrfti að semja enn á ný. Meðal þess sem ríkisstjórnin lofar að gera í yfirlýsingu tengdum samningunum er að auka hagvöxt í 4-5%, efla fjárfestingar, að ríkið ráðist í fjölda verklegra framkvæmda meðal annars í samgöngumálum og ýmislegt fleira.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira