Ögmundur boðar til fundar vegna kjarasamninga 19. júní 2011 15:16 Mynd/Anton Brink Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur boðað forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins til fundar seinnipartinn í dag til að ræða um samgöngu- og kjaramál. Fundurinn fer fram í innanríkisráðuneytinu. Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins hafa sagt að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í tenglum við gerð kjarasamninga. Um forsendubrest sé því að ræða. „Við höfum áhyggjur annars vegar af stórum fjárfestingunum í atvinnulífinu og hins vegar samgöngumálunum sem virðist ekki hafa verið mikill áhugi á að koma fram. Varðandi sjávarútvegsmálin þá er sú atburðarás vel þekkt og hún var ekki í neinu samræmi við það sem um var talað,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Eftir langa samningarimmu náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði í maí og þeir voru síðan samþykktir af félögum með miklum meirihluta atkvæða. Samningarnir ná til tugþúsunda manna á vinnumarkaði og eru til þriggja ára. Nú gæti hins vegar babb verið komið í bátinn því óðum styttist sá frestur sem stjórnvöld hafa til að standa við sinn hluta samninganna. Forsenda þess að samningarnir gildi til þriggja ára er að stjórnvöld fari í ákveðnar aðgerðir og samþykki lagabreytingar fyrir 22. júní. Ef ekki geta ASÍ og SA ógilt samningana sem þýðir að þeir myndu renna úr gildi fyrsta febrúar á næsta ári og þá þyrfti að semja enn á ný. Meðal þess sem ríkisstjórnin lofar að gera í yfirlýsingu tengdum samningunum er að auka hagvöxt í 4-5%, efla fjárfestingar, að ríkið ráðist í fjölda verklegra framkvæmda meðal annars í samgöngumálum og ýmislegt fleira. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur boðað forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins til fundar seinnipartinn í dag til að ræða um samgöngu- og kjaramál. Fundurinn fer fram í innanríkisráðuneytinu. Forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins hafa sagt að stjórnvöld hafi ekki staðið við loforð sem gefin voru í tenglum við gerð kjarasamninga. Um forsendubrest sé því að ræða. „Við höfum áhyggjur annars vegar af stórum fjárfestingunum í atvinnulífinu og hins vegar samgöngumálunum sem virðist ekki hafa verið mikill áhugi á að koma fram. Varðandi sjávarútvegsmálin þá er sú atburðarás vel þekkt og hún var ekki í neinu samræmi við það sem um var talað,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Eftir langa samningarimmu náðust kjarasamningar á almennum vinnumarkaði í maí og þeir voru síðan samþykktir af félögum með miklum meirihluta atkvæða. Samningarnir ná til tugþúsunda manna á vinnumarkaði og eru til þriggja ára. Nú gæti hins vegar babb verið komið í bátinn því óðum styttist sá frestur sem stjórnvöld hafa til að standa við sinn hluta samninganna. Forsenda þess að samningarnir gildi til þriggja ára er að stjórnvöld fari í ákveðnar aðgerðir og samþykki lagabreytingar fyrir 22. júní. Ef ekki geta ASÍ og SA ógilt samningana sem þýðir að þeir myndu renna úr gildi fyrsta febrúar á næsta ári og þá þyrfti að semja enn á ný. Meðal þess sem ríkisstjórnin lofar að gera í yfirlýsingu tengdum samningunum er að auka hagvöxt í 4-5%, efla fjárfestingar, að ríkið ráðist í fjölda verklegra framkvæmda meðal annars í samgöngumálum og ýmislegt fleira.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira