Fótbolti

Gomez tryggði Þjóðverjum sigur í Vínarborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Gomez fagnaði sigurmarki sínu í kvöld með því að kyssa markstöngina.
Mario Gomez fagnaði sigurmarki sínu í kvöld með því að kyssa markstöngina. Nordic Photos / Bongarts
Mario Gomez var hetja Þjóðverja í kvöld er hann skoraði bæði mörk sinna manna í 2-1 sigri á Austurríki í Vínarborg.

Heimamenn komust reyndar yfir er Arne Friedrich varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í lok fyrri hálfleiks er hann stýrði fyrirgjöf af kanti í eigið mark af stuttu færi.

Gomez jafnaði þó metin fyrir Þýskaland í upphafi seinni hálfleiks og tryggði þeim svo sigurinn með marki í blálok leiksins.

Þýskaland er enn með fullt hús stiga í A-riðli eftir sex leiki og er með sjö stiga forystu á næsta lið, Belgíu, sem gerði 1-1 jafntefli við Tyrkland í kvöld.

Tyrkir eru í þriðja sæti riðilsins með ellefu stig en Austurríki í því fjórða með sjö.

Þá vann Kasakstan 2-1 sigur á Aserbaídsjan fyrr í dag en bæði lið eru með þrjú stig í tveimur neðstu sætunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×