Fótbolti

Margrét Lára skoraði í 3-0 sigri Kristianstad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta mark Kristianstad er liðið vann 3-0 sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Margrét Lára skoraði markið á 59. mínútu en eftir sigurinn er Kristianstad með sautján stig í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða.

Margrét Lára er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með átta mörk. Hún lék allan leikinn í dag, rétt eins og Sif Atladóttir og Erla Steina Arnardóttir. Guðný Björk Óðinsdóttir var tekin af velli eftir 57 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×