Lífið

Hemmi Hreiðars söng Hjálpaðu mér upp á Næsta bar

SB skrifar
Hermann Hreiðarsson sló í gegn á Næsta bar.
Hermann Hreiðarsson sló í gegn á Næsta bar.
Landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson tók tapinu gegn Dönum létt og brá sér í hlutverk trúbadors á Næsta bar í gærkvöldi. Hápunktur sönglagasyrpu Hermanns var þegar hann söng lagið Hjálpaðu mér upp eftir Ný dönsk.

Íslenska landsliðið beið lægri hlut fyrir Dönum í gær og brugðust menn misjafnlega við úrslitunum. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari strunsaði út af blaðamannafundi, er hann var spurður út í stöðu sína hjá liðinu. En aðrir létu enn eitt tapið gegn Dönum ekki stöðva sig í að kanna næturlíf Reykjavíkurborgar.

Atvinnumaðurinn Hermann Hreiðarsson vakti mikla athygli á Næsta bar í Reykjavík en hann tók gítar með sér og hélt uppi stuðinu með félögum sínum. Ýmsum fannst þó lagavalið örlítið kaldhæðnislegt en hápunktur kvöldsins var þegar Hermann kyrjaði lagið Hjálpaðu mér upp. Lokalag kvöldsins var Lífið er yndislegt sem Hreimur í Landi og sonum gerði frægt á Þjóðhátíð í eyjum.

Texta lagsins þekkja flestir og var það mál manna að lagið ætti kannski ekki svo illa við - í ljósi enn eins tapleiks Hermanns og félaga í landsliðinu.

Hér er texti lagsins í heild sinni:


Hjálpaðu mér upp, ég get það ekki sjálfur

ég er orðinn leiður á að liggja hér.

Gerum eitthvað gott, gerum það saman,

ég skal láta fara lítið fyrir mér.

viðlag

Hjálpaðu mér upp

mér finnst ég vera að drukkna.

Hjálpaðu mér upp

mér finnst ég vera að drukkna.

Hjálpaðu mér upp

mér finnst ég vera að drukkna.

Hvað getum við gert, ef aðrir bjóða betur

dregið okkur saman og skriðið inní skelina.

Nei það er ekki hægt, að vera minni maður

og láta slíkt og annað eins spyrjast út um sig.

viðlag

Þú! Þú getur miklu betur en þú hefur gert.

Þú! Þú ert ekki sami maður og þú varst í gær.

Þú! Þú opnar ekki augun fyrr en allt of seint

opnar ekki augun fyrr en allt er breytt.

Hjálpaðu mér upp mér finnst ég vera að drukkna,

drukkna í öllu þessu í kringum mig.

Flýtum okkur hægt, gerum það í snatri.

Ég verð að láta fara lítið fyrir mér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.