Árni Páll fékk tæpar fjörutíu milljónir frá Íbúðalánasjóði Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2011 12:00 Árni Páll Árnason hélt áfram að fá greiðslur frá sjóðnum eftir að hann settist á þing. Félag í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fékk tæplega fjörutíu milljónir króna í greiðslur fyrir ráðgjöf frá Íbúðalánasjóði árin 2004-2008. Árni Páll hélt áfram að fá greiðslur eftir að hann settist á þing. Eftir níu mánaða bið eftir svari fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, loksins skriflegt svar frá velferðarráðherra í gær um sérfræðikostnað Íbúðalánasjóðs árin 2000 til 2008. Í svarinu kennir ýmissa grasa en þar kemur m.a fram að heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna sérfræðiráðgjafar hafi numið rúmlega hálfum milljarði króna á tímabilinu. Árin 2004 til 2008 greiðir Íbúðalánasjóður félaginu Evrópuráðgjöf sf. á hverju ári vegna lögfræðiráðgjafar, en félagið er í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll var lögmaður í sjálfstæðum rekstri áður en hann tók sæti á Alþingi eftir alþingiskosningarnar 2007. Á árinu 2004 fékk félag Árna Páls 9,7 milljónir króna, 11,9 milljónir á árinu 2005 og 8,2 milljónir á árinu 2006. Sérstaka athygli vekur að félag Árna Páls fékk 5,1 milljón króna fyrir lögfræðiverkefni á árinu 2007, sem var árið sem Arni Páll tók sæti á Alþingi og 1,6 milljónir króna á árinu 2008. Fyrir utan þetta fékk Árni Páll greitt í eigin nafni fyrir ráðgjöf upp á rúmar 2 milljónir króna á árinu 2004. Samtals eru þetta 38,5 milljónir króna sem hann fékk greiddar frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiráðgjöf á þessum árum. „Þetta var endurgjald fyrir lögfræðiráðgjöf vegna mála sem sjóðurinn stóð í. Það var verið að verja starfsmöguleika sjóðsins. Bankarnir kærðu sjóðinn og það þurfti að vinna í þeim málum. Það er nú stærstur hlutinn af þessu. Svo voru ýmis önnur verkefni sem ég vann fyrir sjóðinn," segir Árni Páll. Var Íbúðalánasjóður stærsti viðskiptavinur lögfræðistofunnar þinnar? „Nei, ég held nú ekki, en ég man það nú ekki nákvæmlega, hvernig það var."Hluti upphæðarinnar útlagður kostnaður Árni Páll segir að hluti af upphæðinni sé útlagður kostnaður hjá honum sem hann hafi fengið endurgreiddan hjá Íbúðalánasjóði. Hvers vegna varstu ennþá að fá greitt eftir að þú varst þingmaður? „Þetta er nú ekki allt eftir að ég tók sæti á þingi, reikningarnir voru sendir eftir að ég settist á þing. Ég var auðvitað sumarið 2007 að ljúka við mál. Svo var ég beðinn um að vinna ákveðin verkefni í framhaldinu, sem sjóðurinn bað mig um að vinna, og ég vann þau auðvitað." Árni Páll var þingmaður á þessum tíma. Engin ákvæði banna launuð störf þingmanna samhliða þingstörfum og eru fjölmörg dæmi þess af þingmönnum sem nú sitja á þingi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, á 25 prósenta hlut í búvörufyrirtæki. Þá starfaði Illugi Gunnarsson fyrir Glitni banka samhliða þingstörfum og Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var þangað til í lok árs 2008 stjórnarformaður BNT, sem var móðurfélag N1 olíufélagsins. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Félag í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, fékk tæplega fjörutíu milljónir króna í greiðslur fyrir ráðgjöf frá Íbúðalánasjóði árin 2004-2008. Árni Páll hélt áfram að fá greiðslur eftir að hann settist á þing. Eftir níu mánaða bið eftir svari fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, loksins skriflegt svar frá velferðarráðherra í gær um sérfræðikostnað Íbúðalánasjóðs árin 2000 til 2008. Í svarinu kennir ýmissa grasa en þar kemur m.a fram að heildarkostnaður Íbúðalánasjóðs vegna sérfræðiráðgjafar hafi numið rúmlega hálfum milljarði króna á tímabilinu. Árin 2004 til 2008 greiðir Íbúðalánasjóður félaginu Evrópuráðgjöf sf. á hverju ári vegna lögfræðiráðgjafar, en félagið er í eigu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Árni Páll var lögmaður í sjálfstæðum rekstri áður en hann tók sæti á Alþingi eftir alþingiskosningarnar 2007. Á árinu 2004 fékk félag Árna Páls 9,7 milljónir króna, 11,9 milljónir á árinu 2005 og 8,2 milljónir á árinu 2006. Sérstaka athygli vekur að félag Árna Páls fékk 5,1 milljón króna fyrir lögfræðiverkefni á árinu 2007, sem var árið sem Arni Páll tók sæti á Alþingi og 1,6 milljónir króna á árinu 2008. Fyrir utan þetta fékk Árni Páll greitt í eigin nafni fyrir ráðgjöf upp á rúmar 2 milljónir króna á árinu 2004. Samtals eru þetta 38,5 milljónir króna sem hann fékk greiddar frá Íbúðalánasjóði fyrir lögfræðiráðgjöf á þessum árum. „Þetta var endurgjald fyrir lögfræðiráðgjöf vegna mála sem sjóðurinn stóð í. Það var verið að verja starfsmöguleika sjóðsins. Bankarnir kærðu sjóðinn og það þurfti að vinna í þeim málum. Það er nú stærstur hlutinn af þessu. Svo voru ýmis önnur verkefni sem ég vann fyrir sjóðinn," segir Árni Páll. Var Íbúðalánasjóður stærsti viðskiptavinur lögfræðistofunnar þinnar? „Nei, ég held nú ekki, en ég man það nú ekki nákvæmlega, hvernig það var."Hluti upphæðarinnar útlagður kostnaður Árni Páll segir að hluti af upphæðinni sé útlagður kostnaður hjá honum sem hann hafi fengið endurgreiddan hjá Íbúðalánasjóði. Hvers vegna varstu ennþá að fá greitt eftir að þú varst þingmaður? „Þetta er nú ekki allt eftir að ég tók sæti á þingi, reikningarnir voru sendir eftir að ég settist á þing. Ég var auðvitað sumarið 2007 að ljúka við mál. Svo var ég beðinn um að vinna ákveðin verkefni í framhaldinu, sem sjóðurinn bað mig um að vinna, og ég vann þau auðvitað." Árni Páll var þingmaður á þessum tíma. Engin ákvæði banna launuð störf þingmanna samhliða þingstörfum og eru fjölmörg dæmi þess af þingmönnum sem nú sitja á þingi. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, á 25 prósenta hlut í búvörufyrirtæki. Þá starfaði Illugi Gunnarsson fyrir Glitni banka samhliða þingstörfum og Bjarni Benediktsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var þangað til í lok árs 2008 stjórnarformaður BNT, sem var móðurfélag N1 olíufélagsins. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira