Nefndu dóttur sína eftir kvenhetjunni í Alien Erla Hlynsdóttir skrifar 30. maí 2011 15:15 Ellen Ripley þykir ein mesta kvenhetja kvikmyndasögunnar „Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið. Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
„Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul. Leikkonan Sigourney Weaver fór með hlutverk hörkutólsins Ellen Ripley í Alien-seríunni, en fyrsta myndin kom út árið 1979. Ripley hefur lent ofarlega á hinum ýmsu listum yfir mestu hetjum kvikmyndasögunnar, og var Ripley ein af fyrstu kvenkyns hasarhetjum kvikmyndanna. „Hún er svo flott fyrirmynd. Hún er sterkur kvenkarakter, ekki einhver veimiltíta," segir Ragnar. Sækja þurfti um leyfi fyrir nafninu til mannanafnanefndar og samkvæmt úrskurði frá 18. maí er það fullgilt íslenskt nafn sem tekur eignarfallsendinguna Ripleyjar. Ragnar segir þau hjónin ekki hafa verið of vongóð þegar þau lögðu inn umsóknina. „Við vissum ekki alveg við hverju við gætum búist. Við fórum yfir gamla úrskurði nefndarinnar og reyndum að finna mynstur en fundum ekkert slíkt. Við erum samt mjög þakklát mannanafnanefnd þó við séum kannski ekkert sátt við tilvist hennar," segir hann. Það gaf foreldrunum þó ákveðna von að nafnið endar eins og mörg gamalgróin íslensk nöfn á borð við Sóley og Fanney. Fjölskyldumeðlimum hefur almennt litist vel á nafnið Ripley, þó þeir sem ekki þekktu það fyrir hafi átt erfitt með að muna nafnið í byrjun. Ripley litla ber millinafnið Anna og er það í höfuðið á föðurömmu hennar. Það má því með sanni segja að hún sé nefnd eftir tveimur kjarnakonum. „Þetta er áttunda barnabarnið hennar og hún er núna loksins komin með nöfnu," segir Ragnar. Fullt nafn dótturinnar er því Ripley Anna Ragnarsdóttir, og rímar fyrra nafnið vel við föðurnafnið.
Tengdar fréttir Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Íslenskar stelpur fá að heita Ripley Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz. 30. maí 2011 10:42