Erlent

Vilja ekki sjá ólívulitaðar sígarettur

Sígarettupakkarnir verði aðeins með einfaldar merkingar í smáu letri sem segja til um tegundina.
Sígarettupakkarnir verði aðeins með einfaldar merkingar í smáu letri sem segja til um tegundina. Mynd/ Herald Sun
Yfirvöld í Ástralíu vinna nú í því að fá sígarettupökkum þar í landi breytt þannig að sérhannaðar umbúðir framleiðandanna víki fyrir stöðluðum, ólívugrænum umbúðum með fráhrindandi myndum af reykingatengdum sjúkdómum.

Þó svo stuðningsmenn breytinganna hafi tæpast búist við að baráttan yrði auðveld hefði fáum dottið í hug að mótmæli myndu berast frá ólívuframleiðendum, sem stigu nýlega fram og kröfðust þess að yfirvöld endurskoðuðu litavalið þar sem þeim líkaði illa að sjá ólívur tengdar við sígarettur.

Heilbrigðisráðherra Ástralíu sendi í kjölfarið frá sér tilkynningu þar sem hún tók fram að þó svo þau hyggðust ekki breyta litnum, myndu þau héðan í frá kalla hann "drab-green" sem reyna mætti að gefa íslensku þýðinguna "dökkgrábrúngrænn".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×