Erlent

Palin og Trump hittust í New York

Viðskiptajöfurinn Donald Trump og Sara Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikanaflokksins, áttu fund í New York í kvöld. Ekki hefur verið greint frá fundarefninu en næsta víst er að forsetakosningarnar á næsta ári hafi verið ofarlega á baugi. Náinn samstarfsmaður Trumps segir að fundurinn hafi verið haldinn að frumkvæði Palin.

Fréttaskýrendur telja líklegt að hún gefi kost á sér í forvali Repúblikanaflokksins, en Palin nýtur gríðarlegra vinsælda á meðal svokallaðrar tepokahreyfingar í Bandaríkjunum. Trump tilkynnti um miðjan mánuðinn að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna en orðrómur hafði verið uppi um nokkurt skeið um að hann ætlaði að bjóða sig fram sem forsetaefni Repúblikaflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×