Lífið

Halda dómsdagsdansleik í kvöld

Hljómsveitirnar FM Belfast og Prinspóló segjast vilja tryggja það að sem flestir séu í góðra vina hópi ef dómsdagsspár ganga yfir í nótt og halda því dómsdagsdansleik á NASA við Austurvöll í kvöld.

„Nú liggur ljóst fyrir að lífið eins og við þekkjum það mun þurrkast af yfirborði jarðar þann 21. maí næskomandi. Af því tilefni mun hljómsveitin FM Belfast efna til dansleiks á NASA í kvöld ásamt góðvinum sínum í Prinspóló. Ballið byrjar klukkan 23 þannig að það er nokkuð öruggt að þú verður í góðra vina hópi á sveittum dansflór þegar hörmungarnar dynja yfir,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitunum.

Þær lofa miklu fjöri, þéttum reyk og blindandi ljósasjóvi eins og enginn væri morgundagurinn. Ef spárnar ganga síðan ekki eftir segja þau harðsperrur muna að minnsta kosti gera tónleikagestum lífið óbærilegt.

Hægt er að ná sér í miða á þúsund krónur í forsölu á midi.is.

Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við eitt vinsælasta lag FM Belfast, Underwear.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.