Enski boltinn

Rio: Ferguson mýkri með árunum en alltaf jafn metnaðarfullur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio á æfingu.
Rio á æfingu.
Rio Ferdinand, leikmaður Man. Utd, segir að stjóri félagsins, Sir Alex Ferguson, hafi mýkst með árunum en engu að síður jafn metnaðarfullur og hann hafi alltaf verið. Ferdinand hefur verið hjá félaginu síðan 2002 er hann var keyptur frá Leeds.

"Það vantar ekkert upp á smáatriðin hjá honum í undirbúningi leikja og það liggur mikil vinna að baki hverjum undirbúningi. Það leggst enginn í slíka vinnu nema hann sé afar metnaðarfullur og hungraður í árangur," sagði Rio.

"Hann fer jafnvel enn betur í öll smáatriði í dag en hann gerði þegar ég kom fyrst. Eftir því sem samkeppnin verður meiri þeim mun meira leggur hann á sig. Hann tekur opnum örmum á móti öllum tækninýjungum í þjálfun.

"Hann er mýkri en áður en ef það þarf að koma skilaboðum á framfæri þá er ekkert hálfkák. Hann veit samt að hann getur ekki verið kennari allan sólarhringinn og því á hann það vel til að hlæja og grínast með okkur þegar svo ber undir. Þegar alvaran byrjar er hann í rétta gírnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×