Enski boltinn

Modric: Ekki á förum en allt getur gerst í fótboltaheiminum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Modric er eftirsóttur.
Modric er eftirsóttur.
Króatinn Luka Modric segist ekki vera á förum frá Tottenham en viðurkennir þó að framtíðin sé aldrei örugg hjá leikmanni í ensku úrvalsdeildinni.

Þó svo Modric hafi skrifað undir sex ára samning við Spurs fyrir ári síðan er hann meðal annars orðaður við Man. Utd en menn þar á bæ sjá hann víst fyrir sér sem arftaka Paul Scholes.

"Ég á ekki von á öðru en að ég verði áfram hjá Spurs. Það er samt ekki hægt að spá því hvað gerist í fótbolta. Þar getur allt gerst," sagði Modric.

"Ég nýt lífsins hjá Spurs. Stuðningsmennirnir eru frábærir sem og félagið. Það eru Króatar hér og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég sakna einskis og þetta félag hefur alla burði til þess að gera það gott. Ég er því ekkert að hugsa um að fara þó svo allt geti gerst í fótboltaheiminum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×