Enski boltinn

Mancini: Getum orðið meistarar án Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mancini mun líklega missa stjörnuna sína í sumar.
Mancini mun líklega missa stjörnuna sína í sumar.
Carlos Tevez hefur lýst því yfir að hann vilji komast frá Man. City en stjóri liðsins, Roberto Mancini, segir að félagið muni geta barist á toppnum þó svo Tevez fari.

"Það getur allt gerst í fótbolta. Við gætum selt Tevez og samt unnið titilinn," sagði Mancini.

"Við verðum að bæta okkur og kaupa fleiri góða leikmenn. Ef við gerum það held ég að við getum staðið okkur enn betur á næstu leiktíð," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×