Enski boltinn

Chelsea búið að reka Ancelotti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ancelotti er hér í sínum síðasta leik með Chelsea.
Ancelotti er hér í sínum síðasta leik með Chelsea. vísir/getty
Það sem er búið að liggja í loftinu í margar vikur var loksins staðfest rétt áðan. Chelsea er búið að reka ítalska stjórann Carlo Ancelotti.

Félagið staðfesti þetta um kvöldmatarleytið en Ancelotti sagði sjálfur eftir tapið gegn Everton í dag að hann vissi ekkert um hvort hann héldi áfram með félagið.

Búið var að orða hann lengi vel við Roma og má telja líklegt að Ancelotti taki við félagi í heimalandinu.

"Árangurinn í ár hefur ekki staðið undir væntingum og félagið telur því rétt að gera þessa breytingu fyrir næsta tímabil," segir í yfirlýsingu frá Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×