Enski boltinn

Eiður: Guardiola vissi hvernig úrslitaleikurinn 2009 myndi fara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2009.
Eiður Smári eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni árið 2009. Nordic Photos / AFP
Eiður Smári Guðjohnsen er í löngu viðtali í enska dagblaðinu The Independent en það var birt á vefsíðu blaðsins nú í kvöld.

Eiður Smári hefur látið nokkuð af sér kveða í enskum fjölmiðlum í vetur, þá helst sem sérfræðingur hjá Sky Sports-sjónvarpsstöðinni.

Í viðtalinu fer hann yfir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, viðureign Manchester United og Barcelona á Wembley-leikvanginum sem fer fram á laugardaginn.

Eiður var einmitt í leikmannahópi Barcelona sem vann Meistaradeildina árið 2009, einmitt eftir sigur á Manchester United í úrslitaleiknum.

„Ég man hvað Guardiola sagði við okkur hvað eftir annað," sagði Eiður í viðtalinu. „Hann fór yfir það aftur og aftur. Hann sagði: „Strákar, ég veit hvernig við vinnum þennan leik." Svo stillti hann liðinu upp og sannfærði okkur um að við myndum vinna leikinn. Enda fór hann nánast nákvæmlega eins og hann var búinn að spá fyrir um."

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×