Enski boltinn

Fimm út og fimm inn hjá Chelsea í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar fagnar hér marki með Santos.
Neymar fagnar hér marki með Santos. Mynd/AP
Guardian fer í dag yfir stöðu mála hjá Chelsea-liðinu sem er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra og nýjum íþróttastjóra. Það er búist við því að fimm leikmenn fari frá félaginu í sumar og að um fimm nýir leikmenn verði keyptir í staðinn. Chelsea er farið á fullt í leikmannamálin þótt að enginn viti hver setist í stjórastólinn.

Chelsea endaði í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni í vetur og tókst ekki að vinna titil á tímabilinu. Carlo Ancelotti var rekinn strax eftir síðasta leikinn og félagið hefur nú gengið frá starfslokum Ítalans.

Meðal þeirra leikmanna sem eru inn á óskalista Chelsea eru brasilíski framherjinn Neymar hjá Santos og belgísku táningarnir Romelu Lukaku og Kevin de Bruyne hjá Anderlecht og Genk.

Chelsea mun líka væntanlega kaupa Gregory van der Wiel, bakvörð Ajaz og hollenska landsliðsins fyrir um níu milljónir punda og þá stendur yfir leit að varamarkverði Petr Cech.

Portúgölsku bakverðirnir Paulo Ferreira og José Bosingwa eru báðir á útleið sem og Rússinn Yuri Zhirkov sem er að fara aftur til Rússlands. Chelsea mun einnig hlusta á öll tilboð í ginn 32 ára gamla Nicolas Anelka en það er talið líklegt að félagið bjóði Didier Drogba nýjan samning.

Drogba hefur nú síðast verið orðaður við tyrkneska félagið Galatasaray en vill sjálfur helst spila áfram á Brúnni enda með vinsælustu leikmönnum félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×