Enski boltinn

Benitez mun ekki leysa Hiddink af hjá tyrkneska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez.
Rafael Benitez. Mynd/AFP
Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter Milan, hefur ekki áhuga á því að verða landsliðsþjálfari Tyrkja fari svo að Guus Hiddink hætti með liðið og setjist í stjórastólinn hjá Chelsea.

Benitez er enn atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Inter Milan í desember en umboðsmaður hans segir ekkert til í því að honum hafi verið boðið starfið hjá tyrkneska knattspyrnusambandinu.

Manuel Garcia Quilon, umboðsmaður Benitez, segir ennfremur að skjólstæðingur sinn hafi fengið tilboð frá fullt af félögum en að hann vilji komast að í ensku deildinni á nýjan leik.

Rafael Benitez var ekki langlífur hjá Inter og tókst ekki að fylgja eftir frábærum árangri liðsins undir stjórn Jose Mourinho en spænski stjórinn hætti með Liverpool fyrir ári síðan eftir að hafa setið í stjórastólnum á Anfield frá árinu 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×