Innlent

Framhaldsskólakennarar semja til þriggja ára

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags Framhaldsskóla kennara.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður félags Framhaldsskóla kennara. Mynd/Heiða Helgudóttir
Félags framhaldsskólakennara og samninganefnd hafa skrifað undir kjarasamning til þriggja ára. Samningurinn byggir á sömu forsendum og kjarasamningar á almennum markaði og undirritaðir voru nýverið.

Kjarasamningur kennara rann út í fyrrahaust en mikill seinagangur hefur verið í viðræðum um endurnýjun samninga. Grunnskólakennarar sömdu við ríkið nýverið og var allt eins búist við að samningar við framhaldsskólakennara myndu fylgja í kjölfarið. Upp úr slitnaði í kjaraviðræðunum fyrir viku og brást Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, illa við. Í samtali við Vísi sagði hún ljóst að það gæti haft alvarlegar afleiðingar yrðu kennarar enn samningslausir í haust.

Viðræðurnar hófust á ný eftir helgi og lauk sem fyrr segir með samkomulagi sem undirritað var í dag. Framhaldsskólakennarar greiða atkvæði um samninginn á allra næstu dögum.


Tengdar fréttir

Kjaraviðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara slitið

Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisisns hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×