Kjaraviðræðum ríkisins og framhaldsskólakennara slitið 21. maí 2011 15:30 "Menn verða náttúrulega orðnir mjög reiðir í haust,“ segir formaður Félags framhaldsskólakennara. Mynd/Heiða Helgudóttir Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisins hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust. Kjarasamningur kennara rann út í fyrrahaust en mikill seinagangur hefur verið í viðræðum um endurnýjun samninga. Grunnskólakennarar sömdu við ríkið nýverið og var allt eins búist við að samningar við framhaldsskólakennara myndu fylgja í kjölfarið. Aðalheiður segir samningsaðila hafa verið sammála um að ná niðurstöðu áður en skólarnir lykju stöfum í vor. „Það kom síðan alvarlegt bakslag í viðræðurnar í gær en mikil efnisleg samræða er búin að eiga sér stað undanfarna daga." Aðalheiður segir afar slæmt ef kennarar verða án samnings áfram. „Það er viðbúið að málin færist yfir á haustið og þá segir það sig sjálft að þá verður staðan orðin allt öðruvísi. Það er alvarlegt ef að okkar fólk fer út í sumarið án þess að fá nokkuð út í sín laun og það getur haft slæmar afleiðingar." Aðspurð hvort framhaldsskólakennarar íhugi að grípa til verkfalls segist Aðalheiður lítið geta sagt til um það. „Nú er starfstíma kennara að ljúka og öll sú umræða er eftir, en menn verða náttúrulega orðnir mjög reiðir í haust. Það blasir einfaldlega við." Aðalheiður segir boltann nú vera hjá ríkinu og fjármálaráðherra. „Við gerum kjarasamning við fjármálaráðherra og hann þarf náttúrulega mjög að hugsa sinn gang. Er meiningin að það verði ekkert gert fyrir framhaldsskólanna á næstu mánuðum? Það var tækifæri til að gera þetta núna og báðir samningsaðilar hafa verið sammála um mikilvægi þess að ná niðurstöðu en tækifærið virðist algjörlega vera að glutrast." Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Kjaraviðræðum framhaldsskólakennara og ríkisins hefur verið slitið en upp úr slitnaði í gær þegar í ljós kom að samninganefnd ríkisins hafði ekki umboð til að semja við framhaldsskólakennara þrátt fyrir að hafa átt í viðræðum við þá undanfarna daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir ljóst að það geti haft alvarlegar afleiðingar verði kennarar enn samningslausir í haust. Kjarasamningur kennara rann út í fyrrahaust en mikill seinagangur hefur verið í viðræðum um endurnýjun samninga. Grunnskólakennarar sömdu við ríkið nýverið og var allt eins búist við að samningar við framhaldsskólakennara myndu fylgja í kjölfarið. Aðalheiður segir samningsaðila hafa verið sammála um að ná niðurstöðu áður en skólarnir lykju stöfum í vor. „Það kom síðan alvarlegt bakslag í viðræðurnar í gær en mikil efnisleg samræða er búin að eiga sér stað undanfarna daga." Aðalheiður segir afar slæmt ef kennarar verða án samnings áfram. „Það er viðbúið að málin færist yfir á haustið og þá segir það sig sjálft að þá verður staðan orðin allt öðruvísi. Það er alvarlegt ef að okkar fólk fer út í sumarið án þess að fá nokkuð út í sín laun og það getur haft slæmar afleiðingar." Aðspurð hvort framhaldsskólakennarar íhugi að grípa til verkfalls segist Aðalheiður lítið geta sagt til um það. „Nú er starfstíma kennara að ljúka og öll sú umræða er eftir, en menn verða náttúrulega orðnir mjög reiðir í haust. Það blasir einfaldlega við." Aðalheiður segir boltann nú vera hjá ríkinu og fjármálaráðherra. „Við gerum kjarasamning við fjármálaráðherra og hann þarf náttúrulega mjög að hugsa sinn gang. Er meiningin að það verði ekkert gert fyrir framhaldsskólanna á næstu mánuðum? Það var tækifæri til að gera þetta núna og báðir samningsaðilar hafa verið sammála um mikilvægi þess að ná niðurstöðu en tækifærið virðist algjörlega vera að glutrast."
Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira