Lífið

Sendu vinum Sjonna hvatningu

Frést hefur af góðri Eurovision-stemningu  á stærri vinnustöðum í dag, enda á söngvakeppnin sér marga harða aðdáendur hér á landi.  Ríflega 400 starfsmenn vinna hjá vodafone og hefur lagið Coming home með Vinum Sjonna verið spilað í botn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í dag. Starfsmennirnir stilltu sér upp með íslenska fána og sendu vinum Sjonna myndina ásamt baráttukveðjum fyrr í dag. 

Það eru þó ekki allir starfsmenn Vodafone sem geta verið í hópi vina og fjölskyldu þegar að útsendingin hefst í kvöld kl.19:00. Fyrirtækið er umsjónaraðili atkvæðagreiðslunnar hér á landi og átta starfsmenn fyrirtækisins verða á vakt í höfuðstöðvunum í kvöld. Aðstandendur keppninnar vilja forðast í lengstu lög að nokkuð svindl geti átt sér stað í símakosningunni og því þarf starfsfólkið að vera vel á varðbergi gagnvart grunsamlegu atferli.

Íslendingar hafa ávallt verið duglegir að taka þátt í símakosningunni en í fyrra bárust rúmlega 240 þúsund atkvæði frá Íslendingum í alla hluta keppninar, bæði forkeppnirnar og úrslitin. Eins og undanfarin ár mun atkvæðakosningin hafa 50% vægi á móti niðurstöðu dómnefndar sem skipuð er í hverju landi fyrir sig.Um leið og fyrsti flytjandinn stígur á svið má byrja að kjósa og það má hringja allt að 20 sinnum úr hverju símanúmeri (eða senda sms) en ekki má kjósa eigið land.

 

Hér eru símanúmer landanna sem flytja sín atriði í kvöld:

1. Pólland    900 9901

2. Noregur   900 9902

3. Albanía    900 9903

4. Armenía   900 9904

5. Tyrkland  900 9905

6. Serbía     900 9906

7. Rússland  900 9907

8. Sviss       900 9908

9.Georgía     900 9909

10.Finnland  900 9910

11.Malta      900 9911

12.San Marínó 900 9912

13.Króatía    900 9913

14.Ísland      ----------

15.Ungverjaland 900 9915

16.Portúgal       900 9916

17.Litháen        900 9917

18.Aserbaídsjan 900 9918

19.Grikkland      900 9919






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.