Erlent

Bloggari ljóstraði upp um ófrægingarherferð Facebook gegn Google

Facebook.
Facebook.
Bandarískir bloggarinn Chris Soghain fékk sérkennilegan póst frá almannatengslafyrirtækinu Burson-Marsteller þar sem hann var beðinn um að koma á framfæri framburði einstaklings varðandi netöryggi Google fyrirtækisins, sem eins og flestir vita, starfrækja google-leitarvélina auk netpóstanna gmail.

Bloggarinn áttaði sig á því að það væri maðkur í mysunni og endaði á því að opinbera samskipti sín við almannatenglafyrirtækið. Það var svo bandaríski vefmiðillinn the Daily Beast sem ljóstraði upp um að það væri í raun keppinautur Google, Facebook, sem stóð á bak við ófrægingarherferð gegn Google.

Talsmaður Facebook staðfesti að almannatengillinn starfaði fyrir Facebook. Hann sagði í viðtali við miðilinn að Facebook harmaði tilraunir Google til þess að nýta gögn af Facebook sér í hag.

Fyrirtækin eiga í harðvítugri samkeppni og hafa meðal annars gagnrýnt hvort annað fyrir netöryggi. Umræðan um öryggi Facebook-notenda er þekkt, jafnvel Julian Assange, forsprakki WikiLeaks, sagði vefinn einstakan gagnagrunn fyrir leyniþjónustur varðandi persónunjósnir.

Almannatengill sem breska ríkisútvarpið, BBC, ræddi við, sagði afleiðingarnar af uppljóstruninni helst þær að fyrirtækin biðu alvarlegan ímyndaskaða af. Þannig hafa bæði fyrirtækin talið neytendum trú um að þetta séu ekki risastór og andlitslaus fyrirtæki, heldur hressir tölvunördar í sandölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×