Davíð skrifar leiðara langt fram á ævikvöld ef heilsan leyfir Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2011 12:15 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Mynd/GVA Engin tímamörk eru á ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins og það er ekkert fararsnið á honum, segir Óskar Magnússon, útgefandi blaðsins. Nokkur umræða hefur verið á veraldarvefnum að ráðning Davíðs Oddssonar annars tveggja ritstjóra Morgunblaðsins hafi verið tímabundin til tveggja ára og að hún renni út í haust. M.a hafði bloggarinn Gísli Baldvinsson haldið þessu fram að því er virðist án þess að styðjast við nokkrar heimildir. Þá hafa einhverjir verið að kalla eftir því að Davíð snúi aftur í stjórnmálin, en á vefnum Amx.is, sem er vettvangur ákveðinna afla í Sjálfstæðisflokknum, var núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, gagnrýndur en þar segir jafnframt „að mikill sjónarsviptir sé af Davíð í pólitíkinni því hann beri höfuð og herðar yfir aðra forystumenn þjóðarinnar á umliðnum árum og áratugum." Þessi greinarstúfur birtist eftir að ritstjórinn var heiðursgestur á árshátíð Heimdallar, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Davíð nýtur mikillar hylli meðal ungra sjálfstæðismanna og eftir árshátíðina birtust myndir á veraldarvefnum af ungliðunum rjóðum í kinnum með gamla foringjanum. Þótti hugsanleg endurkoma í stjórnmálin gefa sögusögnum um að ráðningartímabil í stóli ritstjóra liði senn undir lok, byr undir báða vængi, eða að minnsta kosti annan vænginn.Engin tímamörk í samkomulagi við Árvakur Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, segir alrangt að einhver tímamörk séu á ráðningu Davíðs. Það séu engin tímamörk í ráðningarsamningi við Davíð eða ritstjóra Morgunblaðsins yfirleitt. „Það er ekki einu sinni aldurshámark. Þannig að ef hann lifir lengi og honum heilsast vel þá getur þetta orðið mjög langt," segir Óskar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að ráðning Davíðs sé byggð á munnlegu samkomulagi hans og útgefandans. Óskar segir það hins vegar ekki rétt, báðir ritstjórarnir, Davíð og Haraldur Johannessen, séu með skriflega ráðningarsamninga. En hvernig gengur reksturinn? „Hann gengur betur en margur heldur," segir Óskar en hann hefur sagt að reksturinn hafi verið eins og við mátti búast. Þess má þó geta að tap Árvakurs á árinu 2009 nam 1,3 milljörðum króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Engin tímamörk eru á ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins og það er ekkert fararsnið á honum, segir Óskar Magnússon, útgefandi blaðsins. Nokkur umræða hefur verið á veraldarvefnum að ráðning Davíðs Oddssonar annars tveggja ritstjóra Morgunblaðsins hafi verið tímabundin til tveggja ára og að hún renni út í haust. M.a hafði bloggarinn Gísli Baldvinsson haldið þessu fram að því er virðist án þess að styðjast við nokkrar heimildir. Þá hafa einhverjir verið að kalla eftir því að Davíð snúi aftur í stjórnmálin, en á vefnum Amx.is, sem er vettvangur ákveðinna afla í Sjálfstæðisflokknum, var núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, gagnrýndur en þar segir jafnframt „að mikill sjónarsviptir sé af Davíð í pólitíkinni því hann beri höfuð og herðar yfir aðra forystumenn þjóðarinnar á umliðnum árum og áratugum." Þessi greinarstúfur birtist eftir að ritstjórinn var heiðursgestur á árshátíð Heimdallar, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Davíð nýtur mikillar hylli meðal ungra sjálfstæðismanna og eftir árshátíðina birtust myndir á veraldarvefnum af ungliðunum rjóðum í kinnum með gamla foringjanum. Þótti hugsanleg endurkoma í stjórnmálin gefa sögusögnum um að ráðningartímabil í stóli ritstjóra liði senn undir lok, byr undir báða vængi, eða að minnsta kosti annan vænginn.Engin tímamörk í samkomulagi við Árvakur Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, segir alrangt að einhver tímamörk séu á ráðningu Davíðs. Það séu engin tímamörk í ráðningarsamningi við Davíð eða ritstjóra Morgunblaðsins yfirleitt. „Það er ekki einu sinni aldurshámark. Þannig að ef hann lifir lengi og honum heilsast vel þá getur þetta orðið mjög langt," segir Óskar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að ráðning Davíðs sé byggð á munnlegu samkomulagi hans og útgefandans. Óskar segir það hins vegar ekki rétt, báðir ritstjórarnir, Davíð og Haraldur Johannessen, séu með skriflega ráðningarsamninga. En hvernig gengur reksturinn? „Hann gengur betur en margur heldur," segir Óskar en hann hefur sagt að reksturinn hafi verið eins og við mátti búast. Þess má þó geta að tap Árvakurs á árinu 2009 nam 1,3 milljörðum króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira