Enski boltinn

Young ákveður framtíð sína í sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margir spá því að Young muni fara til Man. Utd.
Margir spá því að Young muni fara til Man. Utd.
Ashley Young, leikmaður Aston Villa, hefur ekki enn ákveðið framtíð sína og mun hann setjast niður með forráðamönnum Villa eftir tímabilið. Young hefur verið orðaður við fjölda félaga síðustu mánuði. Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Villa.

Man. Utd er einna áhugasamast um leikmanninn en Liverpool hefur einnig verið orðað við leikmanninn.

"Ég gef alltaf 100 prósent á vellinum sama hver staðan er. Ég mun funda með stjóranum og stjórnarformanninum eftir tímabilið," sagði Young.

"Ég veit af öllum þessum orðrómum en ég verð að einbeita mér að þvi að spila vel fyrir Villa. Það er stórleikur fram undan um helgina og ég er ekki að hugsa um neitt annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×