Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2011 12:25 Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira