Lífið

Stærstu stökk sem sést hafa í miðbænum

Það var mikið um dýrðir á Ingólfstorgi í byrjun maí þegar helstu ofurhugar bæjarins fjölmenntu á hjólabrettum sínum og BMX-hjólum til að keppa í Jaðarför X-ins 977.

Mótinu hafði áður verið frestað vegna veðurs en þennan laugardag vantaði ekki upp á blíðuna.

Enda var þátttakan þrusugóð, yfir 30 keppendur, og ljóst að upp er komin ný kynslóð af hjólabrettasnillingum og BMX-hjólaköppum sem tóku með stærstu stökkum sem sést hafa í miðbænum til þessa.

Keppnin tókst með eindæmum vel og stefnir X-ið og samstarfsaðilar þess, Talsímafjelag Valda og Freys og Mountain Dew, að halda fleiri Jaðarfarir í framtíðinni.

Kíkið á myndbandið hér fyrir ofan og meðfylgjandi myndasafn þar sem sjá má nokkur af flottustu trikkum dagsins.

Einnig á fleiri myndbönd frá Jaðarförinni á Vísi:

Flottustu trikkin 2

Öll mistökin






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.