Lífið

Kryddpía eignast annan son

MYNDIR/Cover Media
Breska kryddpían, söngkonan Emma Bunton, 35 ára, eignaðist son í dag. Bæði móður og syni heilsast vel en hún sendi eftirfarandi tilkynningu til fjölmiðla:

Fallegi sonur okkar, Tate, er mættur heilbrigður í þennan heim. Við erum öll svo ánægð og spennt. Þakkir og ást til ykkar allra.

Faðir drengsins er unnusti hennar, breski söngvarinn Jade Jones. Saman eiga þau soninn Beau, 4 ára, fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.