Erlent

McCartney trúlofar sig

Bítillinn Paul McCartney hefur trúlofað sig. Sú heppna er hin 51 árs gamla Nancy Shevell en þau hafa verið saman í fjögur ár. McCartney sem orðinn er 68 ára gamall, hefur tvisvar áður gengið upp að altarinu. Fyrst var hann giftur Lindu McCartney en hún lést úr brjóstakrabba árið 1998. Þau eignuðust fjögur börn.

Hann giftist svo Heather Mills árið 2002 og eiga þau dótturina Beatrice. Þau skildu að borði og sæng árið 2006 og formlega tveimur árum síðar en skilnaðurinn vakti mikla athygli og var hart deilt á Mills, sérstaklega í breskum miðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×