Lífið

Sýnir sér ósýnilegar myndir

Í dag opnar Halldór Dungal myndlistasýningu á Gallerí-Bar 46 við Hverfisgötuna. Sýningin er athyglisverð því Halldór er blindur og hefur því ekki séð verkin sem hann málar.

Í tilkynningu segir að það sé vel við hæfi að Halldór opni þessa sýningu sína í dag þar sem nú standi yfir listahátíðin List án landamæra.

Halldór Dungal stundaði nám við MHÍ áriin 1978 til 1980 og hefur að stórum hluta búið og sýnt verk sín á Spáni frá þeim tíma. Hann missti sjón sína í slysi árið 2000 og er nær alblindur síðan.

Sýningin opnar klukkan fjögur í dag og eru allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.