Lífið

Vinum Sjonna spáð góðu gengi í Eurovision

Þýskur Eurovisionspekúlant, Jan Kuhlmann, spáir vinum Sjonna góðs gengis í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann er handviss um að lagið nái einu af efstu tíu sætunum á úrslitakvöldinu á laugardaginn.

Jan segir einnig stuttlega frá sorgarsögunni um skyndilegt fráfall Sjonna Brink í meðfylgjandi myndskeiði.

Þórunn Erna Clausen fagnar spánni á Facebook síðunni sinni: Umfjöllun um Coming home á þýskri sjónvarpsstöð....þar er okkur spáð í topp 10 í úrslitunum.....verst að Þjóðverjar kjósa ekki í okkar undanriðli, þeir virðast vera ánægðir með okkur:)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.