Enski boltinn

Giggs: Það hefði enginn trúað þesu fyrir 15 til 20 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Giggs er á góðri leið með að vinna enska meistaratitilinn með Manchester United í tólfta sinn á ferlinum eftir að liðið vann 2-1 sigur á Chelsea í toppslagnum á Old Trafford í dag. Giggs lagði upp seinna mark United á glæsilegan hátt.

„Þetta er risaskref fyrir okkur. Við höfum ekki tölfræðilega unnið titilinn en við erum ansi nálægt því," sagði Ryan Giggs.

„Við vitum að við getum spilað góðan fótbolta og það var nauðsynlegt að halda áfram að sækja eftir við skoruðum því eitt mark er ekki nóg á móti liði eins og Chelsea," sagði Giggs.

„Þetta var frábær byrjun og það hefði verið auðvelt fyrir okkur að taka fótinn af bensíngjöfinni en við gerðum það hinsvegar ekki," sagði Giggs.

Manchester United á nú 19. titilinn vísan og mun þar með bæta met erkifjenda sinna í Liverpool.

„Það hefði engin trúað þessu fyrir 15 til 20 árum og það er mikið afrek að komast fram úr erkifjendum okkar frá áttunda, níunda og tíunda áratugnum," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×