Innlent

Lagt til að bann við herskyldu fari í stjórnarskrá

Stjórnlagaráð hefur birt ellefu greinar til kynningar í mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár, þar sem meðal annars er bannað að innleiða herskyldu á Íslandi. Þriðjungur er liðinn af skipunartíma ráðsins.

Stjórnlagaráð kom saman hinn 6. apríl og hefur því starfað í mánuð. Því er ætlað að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins og leggja niðurstöður sínar fyrir Alþingi í formi frumvarps til stjórnskipunarlaga í lok júní. Telji ráðið þörf á lengri tíma, er heimilt að framlengja starfstíma þess um einn mánuð.

Stjórnlagaráð hefur þegar samþykkt að nýja stjórnarskráin byrji á aðfararorðum og að mannréttindamálin verði í fyrsta kafla hennar. Þorvaldur Gylfason meðlimur í ráðinu sagði í Bítinu á Byljunni í morgun að þótt mannréttindakaflinn væri nýjasti kafli núgildandi stjórnarskrár, en hann var endurnýjaður árið 1995, hafi ráðinu samt þótt rétt að breyta nokkrum greinum kaflans og bæta við nýjum.

Hægt er að fylgjast með störfum stjórnlagaráðs á heimasíðu ráðsins.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.