Pöddur og skordýr í heimahúsum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2011 14:31 Geitungar eru fremur leiðinlegir gestir í heimahúsum. Mynd/ E. Ól. „Ef þú þekkir fyrirbærið þá þarftu ekki að vera með æsing, heldur bregðast rétt við,“ segir Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur. Pöddur, eins og ryklús, hambjöllur, húsamaur, silfurskottur - og svo humlur og geitungar eru yfirleitt illa séðir gestir í heimahúsum. Þóra segir að sér finnist viðbrögð við slíkum gestum oft líkjast hysteríu. Þörf sé á meiri fræðslu um slík dýr. Hún ætlar að bæta úr þessu með fyrirlestri í sal Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar á morgun. „Auk þess vil ég gefa innsýn í það sem mér finnst vera heillandi heimur smádýra," segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra segir kjarna málsins vera þann að það þurfi að auka fræðslu um dýrin. „Það er svo lítið af dýrum hér á norðurhjara að við erum ekki eins vön að umgangast þau. Ég tel til dæmis útlendingar sem búa á meginlandi Evrópu kippi sér ekki eins upp við að sjá eitthvað svona innandyra,“ segir Þóra. Íbúar á meginlandinu þekki smádýrin betur og séu því síður hræddir við þau. „Við erum svo góðu vön af því að það eru svo fáar pöddur hérna og þegar við loksins sjáum eitthvað þá verður maður hræddur af því að maður þekkir það ekki,“ segir Þóra. Þóra segir að það sé algert grundvallaratriði að vita hvers konar smádýr maður er að fást við. „Ef þú veist það þá getur þú leitað þér upplýsinga um það hvar dýrið er helst að finna. Tengist þetta raka eða ekki? - Eða er þetta bara slæðingur utan úr garði? Ef þetta er eitthvað sem tengist raka þá er það að leita að uppsprettunni og laga það,“ segir Þóra. Með slíkum lagfæringum ætti dýrið að hverfa. Eins sé auðvelt að bregðast við ef dýrin tengist matvælum. Þá sé málið að fjarlægja matvælin sem um ræðir. Fyrirlestur Þóru verður í húsnæði Náttúrufræðistofu Kópavogs klukkan fimm á morgun. Erindið, er flutt í tengslum við Kópavogsdaga, menningarhátíð Kópavogs, sem nú stendur yfir Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Ef þú þekkir fyrirbærið þá þarftu ekki að vera með æsing, heldur bregðast rétt við,“ segir Þóra Hrafnsdóttir líffræðingur. Pöddur, eins og ryklús, hambjöllur, húsamaur, silfurskottur - og svo humlur og geitungar eru yfirleitt illa séðir gestir í heimahúsum. Þóra segir að sér finnist viðbrögð við slíkum gestum oft líkjast hysteríu. Þörf sé á meiri fræðslu um slík dýr. Hún ætlar að bæta úr þessu með fyrirlestri í sal Náttúrufræðistofu Kópavogsbæjar á morgun. „Auk þess vil ég gefa innsýn í það sem mér finnst vera heillandi heimur smádýra," segir Þóra í samtali við Vísi. Þóra segir kjarna málsins vera þann að það þurfi að auka fræðslu um dýrin. „Það er svo lítið af dýrum hér á norðurhjara að við erum ekki eins vön að umgangast þau. Ég tel til dæmis útlendingar sem búa á meginlandi Evrópu kippi sér ekki eins upp við að sjá eitthvað svona innandyra,“ segir Þóra. Íbúar á meginlandinu þekki smádýrin betur og séu því síður hræddir við þau. „Við erum svo góðu vön af því að það eru svo fáar pöddur hérna og þegar við loksins sjáum eitthvað þá verður maður hræddur af því að maður þekkir það ekki,“ segir Þóra. Þóra segir að það sé algert grundvallaratriði að vita hvers konar smádýr maður er að fást við. „Ef þú veist það þá getur þú leitað þér upplýsinga um það hvar dýrið er helst að finna. Tengist þetta raka eða ekki? - Eða er þetta bara slæðingur utan úr garði? Ef þetta er eitthvað sem tengist raka þá er það að leita að uppsprettunni og laga það,“ segir Þóra. Með slíkum lagfæringum ætti dýrið að hverfa. Eins sé auðvelt að bregðast við ef dýrin tengist matvælum. Þá sé málið að fjarlægja matvælin sem um ræðir. Fyrirlestur Þóru verður í húsnæði Náttúrufræðistofu Kópavogs klukkan fimm á morgun. Erindið, er flutt í tengslum við Kópavogsdaga, menningarhátíð Kópavogs, sem nú stendur yfir
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent