Ekki verið að ritskoða listasýningu: Bókin tengist ekki hruninu Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 11:28 Kristján B. Jónasson spyr hverslag tjáningafrelsi það sé að tjá sig undir nafnleynd. „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“ Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“
Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30
Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53