Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Valur Grettisson skrifar 20. apríl 2011 21:53 Ein af hinum umdeildu myndum úr sýningunni Koddu. Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. Ástæðan fyrir lokun sýningarinnar eru ásakanir forsvarsmanna bókaútgáfunnar Crymogeu um að bók, sem er þar til sýnis, og aðstandendur sýningarinnar hafa átti við, sé brot á sæmdarrétti höfundarins. Bókin sem um ræðir er Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Höfundar verksins í Nýlistasafninu sem þeir kalla Fallegasta bók í heimi, keyptu bókina og skreyttu hana með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. „Samkvæmt stjórn Nýlistasafnsins verður lokað yfir páskana en sýningin var auglýst opin yfir hátíðarnar og átti að vera opin í dag," segir Ásmundur um lokun Nýlistasafnsins. Fleiri verk eru umdeild á sýningunni. Meðal annars samsett mynd sem sýnir Bjarna Ármannsson og friðarsúluna í bakgrunni. Höfundur ljósmyndarinnar af friðarsúlunni er sagður íhuga að krefjast lögbanns á sýningu myndarinnar samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Það er óhætt að segja að sýningin sé sú umdeildasta í áraraðir en henni var meðal annars úthýst úr listasafni í Hveragerði á síðasta ári vegna umdeildra efnistaka. Þá var bókin um blómin, Flora Islandica, einnig bitbeinið auk annarra verka sem og texta í sýningarskrá. „Það er talað um sæmdarbrot varðandi bókina. Við teljum að þarna sé verið að brjóta gróflega á okkur," segir Ásmundur en forlagið hótar beinlínis málsókn vegna notkunar listamannsins á bókinni. Því hefur Nýlistasafnið lofað að loka sýningunni. „Það er ekki möguleiki af okkar hálfu að taka verkið út," segir Ásmundur spurður hvort það væri mögulegt að hætta að hafa bókina til sýnis. Hann bætir svo við: „Þetta er alvarleg atlaga að tjáningarfrelsinu og til skammar ef Nýlistasafnið beygir sig undir frekjutilburði bókaútgefandans." En Ásmundur hefur ekki miklar áhyggjur. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu máli. Við erum í 100 prósent rétti og listin er okkar megin," segir Ásmundur og bætir við: „Ég er ekki viss um að fólk vilji búa í samfélagi sem brýtur á tjáningarfrelsinu með þessum hætti." Sýning hópsins er þó ekki algjörlega lokuð því stór hluti hennar fer fram í Hugmyndahúsi háskólanna. Því getur fólk enn notið verka hópsins sem Ásmundur lýsir sem gagnrýnni og ágengri listasýningu. Spurður hvað taki við, úthýsi Nýlistasafnið einnig sýningunni líkt og gerðist í Hveragerði, svarar Ásmundur því til að það hafi ekki verið rætt innan hópsins. Því er óljóst hver örlög verkanna verða. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. Ástæðan fyrir lokun sýningarinnar eru ásakanir forsvarsmanna bókaútgáfunnar Crymogeu um að bók, sem er þar til sýnis, og aðstandendur sýningarinnar hafa átti við, sé brot á sæmdarrétti höfundarins. Bókin sem um ræðir er Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Höfundar verksins í Nýlistasafninu sem þeir kalla Fallegasta bók í heimi, keyptu bókina og skreyttu hana með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. „Samkvæmt stjórn Nýlistasafnsins verður lokað yfir páskana en sýningin var auglýst opin yfir hátíðarnar og átti að vera opin í dag," segir Ásmundur um lokun Nýlistasafnsins. Fleiri verk eru umdeild á sýningunni. Meðal annars samsett mynd sem sýnir Bjarna Ármannsson og friðarsúluna í bakgrunni. Höfundur ljósmyndarinnar af friðarsúlunni er sagður íhuga að krefjast lögbanns á sýningu myndarinnar samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Það er óhætt að segja að sýningin sé sú umdeildasta í áraraðir en henni var meðal annars úthýst úr listasafni í Hveragerði á síðasta ári vegna umdeildra efnistaka. Þá var bókin um blómin, Flora Islandica, einnig bitbeinið auk annarra verka sem og texta í sýningarskrá. „Það er talað um sæmdarbrot varðandi bókina. Við teljum að þarna sé verið að brjóta gróflega á okkur," segir Ásmundur en forlagið hótar beinlínis málsókn vegna notkunar listamannsins á bókinni. Því hefur Nýlistasafnið lofað að loka sýningunni. „Það er ekki möguleiki af okkar hálfu að taka verkið út," segir Ásmundur spurður hvort það væri mögulegt að hætta að hafa bókina til sýnis. Hann bætir svo við: „Þetta er alvarleg atlaga að tjáningarfrelsinu og til skammar ef Nýlistasafnið beygir sig undir frekjutilburði bókaútgefandans." En Ásmundur hefur ekki miklar áhyggjur. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu máli. Við erum í 100 prósent rétti og listin er okkar megin," segir Ásmundur og bætir við: „Ég er ekki viss um að fólk vilji búa í samfélagi sem brýtur á tjáningarfrelsinu með þessum hætti." Sýning hópsins er þó ekki algjörlega lokuð því stór hluti hennar fer fram í Hugmyndahúsi háskólanna. Því getur fólk enn notið verka hópsins sem Ásmundur lýsir sem gagnrýnni og ágengri listasýningu. Spurður hvað taki við, úthýsi Nýlistasafnið einnig sýningunni líkt og gerðist í Hveragerði, svarar Ásmundur því til að það hafi ekki verið rætt innan hópsins. Því er óljóst hver örlög verkanna verða.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira