Erlent

Gengur betur án ríkisstjórnar

Óli Tynes skrifar
Frá Brussel.
Frá Brussel.
Belgar náðu í dag áfanga sem þeir fagna raunar ekkert sérstaklega. Áfanginn er sá að engin ríkisstjórn hefur verið í landinu í heilt ár. Nýjar kosningar og margra mánaða samningaviðræður skiluðu engum árangri. Belgía stendur þó ekkert illa.

Hagvöxtur hefur minkað halla ríkissjóðs niðurfyrir fimm prósent og Belgar hlutu hrós fyrir hvernig þeir stóðu sig þegar þeir voru í forsæti í Evrópusambandinu á síðasta ári. Gárungar segja að landinu gangi betur án ríkisstjórnar en með henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×