Erlent

Sprengjum rignir á Misrata

Líbíska borgin Misrata varð í kvöld enn og aftur fyrir loftárásum stuðningsmanna Gaddafís einræðisherra. Að minnsta kosti þrír létust þegar flugskeytum rigndi á hafnarsvæði borgarinnar en höfnin er mjög mikilvæg þeim sem vilja komast til borgarinnar Benghazi sem er helsta vígi uppreisnarmanna í landinu.

Mannréttindasamtök segja að allt að þúsund manns hafi látið lífið í baráttunni um Misrata frá því uppreisnin í landinu hófst og mun fleiri hafa slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×