Erlent

Birtu fæðingarvottorð Obama

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama er sannarlega Bandaríkjamaður. Mynd/ AFP.
Barack Obama er sannarlega Bandaríkjamaður. Mynd/ AFP.
Hvíta húsið gaf í dag út afrit af fæðingarvottorði Baracks Obama. Með þessu vilja forsvarsmenn Hvíta hússins reyna að stöðva kjaftasögur þess efnis að Obama sé ekki fæddur í Bandaríkjunum.

Í fæðingarvottorðinu kemur fram, eins og ráðgjafar Obama hafa reyndar haldið fram, að hann sé fæddur í Kapiolani spítalanum á Honolulu þann 4. ágúst 1961. Því hefur verið haldið fram að Obama sé fæddur í öðru ríki, hugsanlega í Kenía, sem er fæðingarland föður hans. Hann sé þar með ekki hæfur til að gegna forsetaembættinu.

„Við höfum ekki tíma fyrir svona kjánalæti,“ sagði Obama við blaðamenn í Hvíta húsinu. Hann bætti því við að hann væri gáttaður á því hvernig þessi saga hefði borist látlaust áfram. Obama sagði að undir venjulegum kringumstæðum myndi hann ekki svara rugli sem þessu. Hins vegar væru verkefnin sem bandaríkjastjórn stæði frammi fyrir svo ærin að hann vildi fá þetta mál frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×