Víst snýr Quarashi aftur 27. apríl 2011 20:16 Sölvi Blöndal, forsprakki hinnar fornfrægu rappsveitar Quarashi, staðfesti í Kastljósi í kvöld að sveitin hyggi á endurkomu í sumar og að hún muni spila þann 9. júlí. Sveitin mun koma fram á Bestu útihátíðnni á Suðurlandi en endanleg staðsetning liggur ekki fyrir. Vísir greindi raunar frá þessum fyrirætlunum í lok mars en sú frétt var snarlega borin til baka af Sölva í Fréttablaðinu sem sagði hana algjörlega úr lausu lofti gripna. "Maður fer nú ekki að vekja upp þennan dauða hest. Eins vænt og mér þykir um Quarashi þá er þetta ekki að fara að gerast." En aðdáendur hljómsveitarinnar sem voru farnir að láta sig hlakka til geta semsagt tekið gleði sína á ný, því Quarashi mun sannarlega snúa aftur í sumar. Að sögn Sölva verður aðeins um þessa einu tónleika að ræða og munu allir fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar taka þátt. Þetta verður í fyrsta skiptið sem rappararnir Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted, Ómar "Swarez" Hauksson og Egill "Tiny" Thorarensen koma allir saman fram með sveitinni en Egill tók við stöðu Höskuldar árið 2003. Þessir fimm einstaklingar voru þeir einu sem gátu talist fastir liðsmenn Quarashi en auk þeirra kom fjöldi hljóðfæraleikara við sögu. Ekki hefur verið gengið frá því hvort eða hverjir fleiri komi fram með sveitinni á sviði í þetta skiptið. Tengdar fréttir Fer ekki að vekja upp þennan dauða hest "Þetta er alveg úr lausu lofti gripið," segir Sölvi Blöndal tónlistarmaður. Vísir greindi frá því í gær að hljómsveitin Quarashi væri að íhuga endurkomu í sumar. Sagði í frétt á vefnum að sveitin myndi leika á tónleikum á útihátíð í júlí sem kallast Besta hátíðin. 31. mars 2011 09:18 Quarashi undirbýr endurkomu Hljómsveitin Quarashi fagnar því í ár að fimmtán ár eru liðin frá því að meðlimir sveitarinnar komu fyrst saman. Vísir hefur heimildir fyrir því að af þessu tilefni muni hljómsveitin vera að íhuga að koma saman að nýju í eitt skipti í sumar. 30. mars 2011 14:41 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Sölvi Blöndal, forsprakki hinnar fornfrægu rappsveitar Quarashi, staðfesti í Kastljósi í kvöld að sveitin hyggi á endurkomu í sumar og að hún muni spila þann 9. júlí. Sveitin mun koma fram á Bestu útihátíðnni á Suðurlandi en endanleg staðsetning liggur ekki fyrir. Vísir greindi raunar frá þessum fyrirætlunum í lok mars en sú frétt var snarlega borin til baka af Sölva í Fréttablaðinu sem sagði hana algjörlega úr lausu lofti gripna. "Maður fer nú ekki að vekja upp þennan dauða hest. Eins vænt og mér þykir um Quarashi þá er þetta ekki að fara að gerast." En aðdáendur hljómsveitarinnar sem voru farnir að láta sig hlakka til geta semsagt tekið gleði sína á ný, því Quarashi mun sannarlega snúa aftur í sumar. Að sögn Sölva verður aðeins um þessa einu tónleika að ræða og munu allir fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar taka þátt. Þetta verður í fyrsta skiptið sem rappararnir Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted, Ómar "Swarez" Hauksson og Egill "Tiny" Thorarensen koma allir saman fram með sveitinni en Egill tók við stöðu Höskuldar árið 2003. Þessir fimm einstaklingar voru þeir einu sem gátu talist fastir liðsmenn Quarashi en auk þeirra kom fjöldi hljóðfæraleikara við sögu. Ekki hefur verið gengið frá því hvort eða hverjir fleiri komi fram með sveitinni á sviði í þetta skiptið.
Tengdar fréttir Fer ekki að vekja upp þennan dauða hest "Þetta er alveg úr lausu lofti gripið," segir Sölvi Blöndal tónlistarmaður. Vísir greindi frá því í gær að hljómsveitin Quarashi væri að íhuga endurkomu í sumar. Sagði í frétt á vefnum að sveitin myndi leika á tónleikum á útihátíð í júlí sem kallast Besta hátíðin. 31. mars 2011 09:18 Quarashi undirbýr endurkomu Hljómsveitin Quarashi fagnar því í ár að fimmtán ár eru liðin frá því að meðlimir sveitarinnar komu fyrst saman. Vísir hefur heimildir fyrir því að af þessu tilefni muni hljómsveitin vera að íhuga að koma saman að nýju í eitt skipti í sumar. 30. mars 2011 14:41 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Fer ekki að vekja upp þennan dauða hest "Þetta er alveg úr lausu lofti gripið," segir Sölvi Blöndal tónlistarmaður. Vísir greindi frá því í gær að hljómsveitin Quarashi væri að íhuga endurkomu í sumar. Sagði í frétt á vefnum að sveitin myndi leika á tónleikum á útihátíð í júlí sem kallast Besta hátíðin. 31. mars 2011 09:18
Quarashi undirbýr endurkomu Hljómsveitin Quarashi fagnar því í ár að fimmtán ár eru liðin frá því að meðlimir sveitarinnar komu fyrst saman. Vísir hefur heimildir fyrir því að af þessu tilefni muni hljómsveitin vera að íhuga að koma saman að nýju í eitt skipti í sumar. 30. mars 2011 14:41